Velkomin/n á heimasíðu

Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga

Sálfræði er vísindafag sem fæst við rannsóknir á fólki, hugsun þess og atferli. Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga hefur það að markmiði að stuðla að þróun, kynningu og hagnýtingu sálfræðinnar almenningi til góðs.

Hvar erum við?

Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga er fag- og réttindafélag þeirra sálfræðinga sem starfa sjálfstætt á eigin stofum, í eigin rekstri eða á stofum sem reknar eru af öðrum sjálfstætt starfandi sálfræðingum.

Hlutverk FSS er að vera vettvangur fyrir sjálfstætt starfandi sálfræðinga, að gæta hagsmuna þeirra, efla starfsemi, tengslanet og samvinnu og þannig stuðla að bestu mögulegu sálfræði þjónustu fyrir almenning.

Hlutverki sínu hyggst félagið gegna með því að:

  1. Vinna að hagsmunamálum sjálfstætt starfandi sálfræðinga
  2. Stuðla að hagnýtri umræðu og fræðslu fyrir sjálfstætt starfandi sálfræðinga og framfylgja endurmenntunarstefnu félagsins
  3. Verða fullgildur aðili að samningum við opinbera aðila í málefnum er varða sjálfstætt starfandi sálfræðinga og hagsmuni skjólstæðinga þeirra
  4. Efla persónuleg kynni sjálfstætt starfandi sálfræðinga, meðal annars með því að stofna til mannfagnaða
  5. Efla tengsl sjálfstætt starfandi sálfræðinga við almenning, sálfræðinema og fagaðila.

Framtíðarsýn FSS

Að vera leiðandi og stefnumótandi í sálfræðilegri meðferð á Íslandi

  1. Standa vörð um starfssvið sálfræðinga
  2. Vera sýnilegt almenningi og öðrum fagaðilum
  3. Hvetja félagsmenn til virkrar þátttöku í samfélagsumræðu
  4. Stefnumótandi í geðheilbrigði landsmanna
  5. Stuðla að jafnara aðgengi fólks að sálfræði þjónustu
  6. Hvetja félaga til að vinna eftir klínískum leiðbeiningum er byggja á gagnreyndum aðferðum
  7. Stuðla að og efla þverfaglegt samstarf heilbrigðisstétta

Gildi FSS



Fagmennska

Umhyggja

Samvinna