Velkomin/n á heimasíðu

Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga

01. október 2024

Aðalfundur 2024 og framundan

Sæl verið þið,

 

Aðalfundur og árshátíð tókust með ágætum. Ný stjórn var kosin og er hér sem segir: Hjördís Inga Guðmundsdóttir, mun starfa áfram sem formaður; Kristrún Ólöf Sigurðardóttir mun starfa áfram sem varaformaður; Dávur í Dali var kosinn aftur sem meðstjórnandi (tæknistjóri); Helga Arnfríður Haraldsdóttir var kosin aftur sem meðstjórnandi; Kristín Ingveldur Bragadóttir var kosin aftur sem gjaldkeri. Við bættust svo tveir nýir varamenn í hópinn en það eru þær Elísabet Ólöf Sigurðardóttir og Guðrún Soffía Gísladóttir. Svo óskaði stjórnin eftir skoðunarmanni reikninga og tók hún Gyða Eyjólfsdóttir það hlutverk að sér. Ákveðið var að héðan í frá munu félagsmenn fá aðgang að öllum fundagerðum stjórnar og verður hún annars vegar sett hér inn á heimasíðu félagsins og einnig á facebook hópinn. Með þessu vonast stjórnin til að auka gegnsæi á því sem hún er að taka sér fyrir hendur og passa einnig upp á upplýsingagjöf til félagsmanna.

Framundan er síðan fyrsta þarfaþing vetrarins en það verður haldið 11. október næstkomandi á EMDR stofunni kl. 18. Mun Hannes sálfræðingur fjalla um dáleiðslu og Indíana Kynfræðingur fjalla um vændi. 

 

Með von um að við í stjórninni náum að standa okkur enn betur á þessum komandi vetri.

 

Kær kveðja,

FSS stjórn