Velkomin/n á heimasíðu

Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga

11. febrúar 2024

Vinnudagur stjórnar 10 febrúar 2024

Stjórn náði loksins góðum og löngum vinnudegi í gær.
 
Við náðum að fara yfir spjöldin frá þarfaþingi síðasta vors og fundum þar margar góðar hugmyndir. Við náðum að þrengja niður hver skammtímamarkmiðin og langtímamarkmiðin gætu orðið. Með þessu erum við byrjuð að skoða hvernig félagið getur þjónustað félagsmenn sem best. Við erum nú þegar byrjuð að vinna í ákveðnum þáttum og er meiri mynd að komast á þetta. Við vonumst til að geta haft Gleðistundar hitting með ykkur við fyrsta tækifæri og erum að vinna í því að finna stað með ákveðna stund í huga. Þetta skýrist vonandi á þriðjudaginn. Á þessum hittingi langar okkur til að kynna fyrir ykkur frekar stefnuna sem okkur langar að taka félagið í (með ykkar samþykki að sjálfsögðu) og þá hvaða skammtímamarkmið og langtímamarkmið við höfum í huga. Félagið stendur vörð um faglegheit, hagsmuni félagsmanna en er einnig hugsaður sem stuðningur við alla þá flottu sálfræðinga sem ekki njóta baklands stofnunar. Takk fyrir að vera þolinmóð við okkur á meðan við höfum verið að átta okkur á landslaginu og hvert okkur langar til að fara. Við vonum að við getum gefið öllum ykkar hugmyndum byr undir báða vængi. 
 
Með kærleikskveðju,
Dávur, Helga Arnfríður, Hjördís, Kristín Ingveldur og Kristrún