Velkomin/n á heimasíðu

Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga

03. janúar 2024

Þrettándagleði 2024 frestað

Sæl verið þið,

Við hættum snarlega að hræra í majonesunni og pökkuðum saman skrallgöllunum þegar ljóst varð að fresta yrði þrettándagleðinni sökum dræmrar þáttöku. Líklega hafa annir undanfarinna vikna bara verið það miklar að fólk sá ekki fyrir sér að rífa fram lakkskóna svona snemma í janúar. Í staðinn leyfum við okkur að hvíla okkur svolítið og blásum svo til svakalegrar gleði fljótlega.

 Kær kveðja,

Stjórn FSS