05. janúar 2018
Verkfærakista: ACT í verkjameðferð
Þann 8. Desember 2017 var haldið einkar áhugavert námskeið á vegum fræðslunefndar FSS. Það var að þessu sinni Rúnar Andri Helgason sálfræðingur sem fræddi okkur og fjallaði um ACT í verkjameðferð.
Námskeiðið var vel mætt og mjög áhugavert. Þar var vel farið yfir hvað felst í ACT og kenndar og skoðaðar aðferðir sem hægt er að beita í meðferð. Við þökkum Rúnari Andra kærlega fyrir skemmtilegt og fræðandi námskeið og þátttakendum fyrir samveruna. Hlökkum svo til þess að sjá ykkur sem flest á þarfaþingi þann 19. janúar 2018.
FSS