Velkomin/n á heimasíðu

Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga

01. nóvember 2017

Þarfaþing: Hrollvekja á föstudaginn

Fyrsta Pallborð vetrarins verður haldið föstudaginn 3.nóvember 2017. Viðburðurinn okkar mun að þessu sinni hefjast á örhugvekju Halldóru Bjarkar Bergmann en að því loknu tekur við pallborð þar sem fjallað verður um nettengdan vanda og tölvufíkn. Þetta er mjög þarft umræðuefni og vandamál sem breytist stöðugt og áhugavert að mæta, hlýða á og taka þátt í umræðum. 

Á Pallborði verða:

Eyjólfur Jónsson sálfræðingur: Netfíkn
Björn Harðarson sálfræðingur:  Nettengd vandamál í hefðbundinni meðferð
Björn Hjálmarsson, læknir á BUGL: Netfíkn á BUGL

Þegar pallborði er lokið verða að venju fluttar fréttir frá stjórn og svo snúum við okkur að girnilegum mat, léttum drykkjum og áhugaverðu spjalli. Það er merkilegt hvað sálfræðingar eru skemmtilegir, mættu og eigðu með okkur stund :) 

Athugið að við erum ekki að hittast í venjubundnum sal okkar í SEM húsinu þar sem unnið er að endurbótum á þeim sal. Þetta þarfaþing fer því fram í litla sal safnaðarheimilis Langholtskirkju, Sólheimum 11-13, 104 Reykjavík.

Hér er dagskráin:

17:00 Hús opnar
17:15 Örhugvekja sálfræðings - Halldóra Björk Bergmann
17.30 Pallborð - Eyjólfur Jónsson, Björn Harðarson og Björn Hjálmarsson
18.30 Fréttir af stjórn 
19.00 Matur, gleði og samvera

Húsið lokar rétt fyrir miðnætti.

Skráðu þig á þarfaþingið núna, við förum fljótlega að panta matinn og þá er gott að sem flestir séu búnir að skrá sig. Þú skráir þig með því að fara inn á síðuna á döfinni hér á heimasíðunni og þar velur þú þetta þarfaþing til að opna skráningarformið (http://salfelag.is/a-dofinni/10/skraning).

Stjórnin