28. ágúst 2017
Þarfaþing 8.september 2017
Við hefjum vetrarstarfið af krafti með fyrsta þarfaþingi vetrarins föstudaginn 8.september 2017.
Þórkatla Aðalsteinsdóttir leiðir okkur af stað inn í haustið með örhugvekju en þar á eftir mun Guðbrandur Árni Ísberg ræða við okkur um sálfræðilega vinnu með hælisleitendum og flóttafólki og samvinnu með túlki. Stjórn og fræðslunefnd félagsins kynna dagskrá og áherslumál vetrarins og að sjálfsögðu verða ljúffengar veitingar á boðstólum.
Nýtt á þarfaþingum er að skorað verður á sálfræðinga til að sjá um tónlistina þegar við hittumst og höfum gaman. Núna á fyrsta þarfaþinginu mun stjórnin taka að sér að kitla danstaugar félagsmanna en skorar á Kvíðameðferðarstöðina að undirbúa DJ störf fyrir þarfaþingið í nóvember :-) Það verður eitthvað og spurning hvert áskoruninni verður beint svo!
Þarfaþingið verður að þessu sinni haldið í sal Háteigskirkju, Háteigsvegi 27-29, 105 Reykjavík.
Dagskrá verður með hefðbundnum hætti:
17:00 Hús opnar
17:15 Örhugvekja - Þórkatla Aðalsteinsdóttir
17.30 Fræðsluerindi - Guðbrandur Árni Ísberg
18.30 Fréttir af stjórn / vetrardagskrá kynnt
19.00 Matur, gleði og samvera