Velkomin/n á heimasíðu

Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga

18. september 2023

Kristín Linda kosin formaður Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga

Á aðalfundi Félags sjálfstætt starfandi sálfræðinga sem haldin var 16. september var Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur hjá Huglind sálfræðistofu kosin formaður félagsins. Varaformaður var kosin Hjördís Inga Guðmundsdóttir og aðrir í stjórn Kristín Ingveldur Bragadóttir, Kristrún Ólöf Sigurðardóttir og Dávur í Dali og í starfandi varastjórn, Helga Arnfríður Haraldsdóttir og Vigdís Ásgeirsdóttir.

Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga. FSS, er fag- og réttindafélag þeirra sálfræðinga sem starfa sjálfstætt á eigin stofum, í eigin rekstri eða á stofum sem reknar eru af öðrum sjálfstætt starfandi sálfræðingum. Hlutverk FSS er að vera vettvangur fyrir sjálfstætt starfandi sálfræðinga, að gæta hagsmuna þeirra, efla starfsemi, tengslanet og samvinnu og þannig stuðla að bestu mögulegu sálfræði þjónustu fyrir almenning.

Félagið heldur reglulega fræðslufundi og námskeið og efnir ánægustunda og samveru fyrir félagsmenn. Innan félagsins starfar virk fræðslunefnd sem er með puttan á púlsinum hverju sinni og efnir til námskeiða í faginu. Í fræðslunefnd félagsins var Heiðrún Harpa Helgadóttir kosin formaður og aðrir í nefndina voru kjörnir til starfa Gunnar Karl Karlsson, Karl Jónas Smárason, Laufey Dís Ragnarsdóttir, Pálína Hjaltadóttir og Vala Thorsteinsson.

Gildi félagsins eru fagmennska, umhyggja og samvinna og leiða þau starf félagsins.