21. febrúar 2023
Stefnumótunarfundur - þín rödd skiptir máli
Á föstudaginn nk. ætlum við að hittast og móta stefnu næstu missera hjá félaginu.
Við viljum fá sem flestar skoðanir og hugmyndir upp - þín rödd skiptir máli.
Viltu vera meðlimur í öflugu, kraftmiklu og skemmtilegu félagi?
Hvernig viltu að staðið sé að fræðslumálum?
Hvernig viltu kynnast öðrum félögum og rækta tengslin?
Viltu hafa virka endurmenntunar stefnu ?
Á FSS að sinna hagsmunagæslu félagsmanna?
Ertu með einhverjar sniðugar “út fyrir boxið” hugmyndir?
Hvernig þjónar félagið þínum þörfum sem best?
Hvernig getur félagið komið á móts við flesta? /helst alla
Ertu með fleiri skoðanir, spurningar, vonir eða væntar?
Mættu á fundinn og láttu i þér heyra.
Stjórnin