Velkomin/n á heimasíðu

Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga

05. apríl 2022

Árshátið FSS 2022 - skráning hafin

Taktu daginn frá, það er komið að þér!

Eftir tveggja ára samkomutakmakanir er komin tími til að fara úr jogging gallanum og dressa sig upp í sparigallann fyrir árshátíð FSS, þar sem við getum loksins grímulaust skemmt okkur saman. 

Árshátíðin verður haldin miðvikudaginn 20.apríl,. Þá er stefnt að því að kveðja þennan langa vetur og Covidið líka, fagna vorinu og bjartari tímum.

Við byrjum kvöldið á fordrykk, svo verður 3ja rétta máltið sem hirðkokkur FSS sér um.

Veislustjórn verður í höndum tónlistarsnillings sem mun passa upp á að við skemmtum okkur vel..

Í fyrsta sinn í sögu FSS árshátíða var ákveðið að splæsa í DJ!

DJ Jón Gestur hefur gríðarlega mikla reynslu og hann er sérstaklega góður í að lesa salinn og að búa til stemmningu.

 

Nánari upplýsingar um staðsetningu og dagskrá kemur síðar.

 

kv. nefndin