Velkomin/n á heimasíðu

Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga

02. apríl 2020

Breytt dagskrá

Kæru félagsmenn.

Í ljósi stöðunnar í þjóðfélaginu og samkomubanns hefur stjórn FSS ákveðið að aflýsa næstu verkfærakistu og árshátíð félagsins sem áttu að fara fram þann 22. apríl n.k. Fræðslunefnd mun hafa samband við þá sem hafa þegar greitt fyrir verkfærakistuna.

Auk þess hefur verið ákveðið að fresta aðalfundi félagsins sem átti að fara fram í byrjun maí. Athugað verður hvort hægt verði að halda aðalfund í lok maí. Nánari upplýsingar verða kynntar síðar.

Við getum þó látið okkur hlakka til að fagna 10 ára afmæli félagsins saman á næsta starfsári.