25. apríl 2018
Aðalfundur 2018
Aðalfundur Félags sjálfstætt starfandi sálfræðinga var haldinn í SEM salnum mánudaginn 23 apríl. Það var fámennt en góðmennt á fundinum en á dagskrá voru venjubundin aðalfundarstörf og létt samvera á eftir þar sem hin ýmsu mál voru rædd.
Niðurstöður aðalfundar voru þessar:
Haukur formaður flutti skýrslu stjórnar og fór yfir starfsemi félagsins á starfsárinu.
Mjöll gjaldkeri flutti endurskoðaðan ársreikning félagsins sem var samþykktur.
Mjöll gjaldkeri lagði til og félagsmenn samþykktu að félagsgjald yrði áfram óbreytt og verður það að venju innheimt í kjölfar aðalfundar.
Gengið var til kosninga um setu í stjórn og fræðslunefnd.
Stjórn:
Haukur Sigurðsson formaður og Bryndís Einarsdóttir varaformaður halda sjálfkrafa áfram næsta árið þar sem þau voru kjörin á síðasta aðalfundi til tveggja ára.
Aðrir sem kjörnir voru í stjórn voru: Mjöll Jónsdóttir, Björn Harðarson og Monika S. Skarphéðinsdóttir gáfu áfram kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og voru kjörin í stjórn á ný.
Harpa Katrín Gísladóttir og Snædís Eva Sigurðardóttir voru kosnar nýjar inn í stjórn.
Pálína Erna Ásgeirsdóttir og Guðmundur Óli Helgason gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir afar góðan tíma í stjórn og óeigingjarnt starf í þágu félagsmanna.
Fræðslunefnd:
Sigurbjörg Jóna Ludvigsdóttir heldur sjálfkrafa áfram næsta árið þar sem hún var kjörin til tveggja ára á síðasta aðalfundi.
Aðrir sem kosnir voru í fræðslunefnd voru: Gunnar Örn Ingólfsson, Hannes Björnsson og Unnur Vala Guðbjartsdóttir gáfu áfram kost á sér til áframhaldandi starfa í fræðslunefnd og voru kjörin á ný.
Edda Hannesdóttir og Gunnar Karl Karlsson voru kosin ný í fræðslunefnd.
Ólafía Sigurjónsdóttir og Reynar Kári Bjarnason gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu í fræðslunefnd og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir gott samstarf og óeigingjarnt starf í þágu félagsmanna.
Ný stjórn og ný fræðslunefnd munu hittast á sameiginlegum fundi þann 24 maí og skipuleggja næsta starfsár. Þó ekki hafi náðst mynd af öllum þá sést á meðfylgjandi mynd að sú tilfinning er ríkjandi að þarna hafi bæst við gott fólk og að stjórn og fræðslunefnd muni gera spennandi hluti á komandi ári.