Velkomin/n á heimasíðu

Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga

25. apríl 2018

Verkfærakista: Farsæl samskipti

Föstudaginn 13 apríl 2018 var boðið upp á námskeið á vegum FSS. Það var Sóley D. Davíðsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, sem fræddi okkur um farsæl samskipti og hvernig væri hægt að vinna með að efla félagsfærni skjólstæðinga okkar með því að kenna samræðulist, virka hlustun, hvernig væri gott að kynnast öðrum, eignast félaga, hleypa öðrum að sér, sýna áræðni og leysa ágreining. Námskeiðið var afar gott og fræðandi og áttu félagsmenn góða stund saman í Neskirkju þar sem námskeiðið fór fram.