25. apríl 2018
Þarfaþing: Pallborð um sjálfsvíg
Á þarfaþingi þann 2 mars 2018 bauð FSS félagsmönnum til pallborðs í SEM salnum þar sem ræddar voru hinar ýmsu hliðar sjálfsvíga, forvarnir og meðferð. Þetta var einkar vel sóttur viðburður enda voru umræður og erindi pallborðs fræðandi og gagnleg.
Pallborðið sátu: Sigríður Karen Bárudóttir sálfræðingur, Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur, Sr. Vigfús Bjarni Albertsson prestur og Vilhelm Norðfjörð sálfræðingur. Fundarstjóri var Baldvin Steindórsson sálfræðingur.
Eftir pallborðið flutti Haukur formaður FSS fréttir frá stjórn og eins og sést á meðfylgjandi mynd naut hann sín í botn með sérútbúið gjallarhorn FSS... Að venju bauð félagið að lokum upp á léttar veitingar og áttu félagsmenn góða stund saman. Þetta palllborð var sérstaklega vel heppnað og umræður góðar. Við erum þakklát öllum sem tóku þátt.