Velkomin/n á heimasíðu

Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga

25. apríl 2018

Verkfærakista: Samkennd í eigin garð og skömm

Þann 2 febrúar 2018 fór fram sérstaklega gott og áhugavert námskeið um CFT og skömm. Það voru þær Margrét Bárðardóttir og Margrét Arnljótsdóttir sem sáu um að fræða okkur hin en námskeiðið var bæði afar áhugavert og gagnlegt. Námskeiðið var vel byggt upp og fengu sálfræðingar að reyna aðferðir þess á eigin skinni og höfðu því bæði gagn og gaman að. Það fóru allir sáttir heim með uppfærða færni sem mun klárlega nýtast í leik og starfi.