25. apríl 2018
Þarfaþing: Stefnumót um pör
Þann 19. janúar 2018 var sjálfstætt starfandi sálfræðingum boðið á stefnumót. Um þarfaþing var að ræða þar sem Einar Gylfi stökk með litlum fyrirvara í örhugvekjuafleysingu og leysti með sérlegri færni og einlægni. Þá tók Andrés Ragnarsson við en hann deildi með okkur sinni miklu reynslu af parameðferð á afar áhugaverðan og gefandi hátt. Þema stefnumótsins var ítölsk rómantík enda var þetta sérstaklega huggulegt kvöld. Sálfræðingar gæddu sér á ítölskum pizzum eftir fræðsluna og nutu samvista á kvöldi sem sýndi okkur sitt fallega sólarsetursandlit í tilefni dagsins. Við þökkum félagsmönnum fyrir þessa gæðastund og hlökkum til að sjá ykkur aftur.