Skráning á Hagnýt vinnustofa um streita og kulnun - birtingamyndir og bjargráð
15. maí 2025
Streitutengd vandamál í vinnu og einkalífi koma æ oftar inn á borð sálfræðinga. Í þessari verkfærakistu verður leitast við að auka innsýn og skilning þátttakenda á streitu og kulnun. Áhersla verður á hagnýtar aðferðir og leiðir til að bera kennsl á og vinna með streituvanda. Þátttakendum gefst tækifæri til að kortleggja slíkan vanda og prófa verkfæri sem geta dregið úr streitueinkennum og bætt líðan. Farið verður yfir eftirfarandi atriði:
· Kortlagning streituvanda
· Mögulegar mismunagreiningar
· Meðferðarleiðir og hagnýt verkfæri
· Að viðhalda góðri líðan
Fyrirlesarar: Sigrún Ása Þórðardóttir og Snædís Eva Sigurðardóttir sérfræðingar í klínískri sálfræði fullorðinna.
Um fyrirlesarana: Báðar hafa þær margra ára reynslu af því að vinna með streitutengdan vanda. Þær hafa haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra fyrir einstaklinga og fyrirtæki auk þess að sinna einstaklingsmeðferð og handleiðslu fagaðila.
Verð: 17.000kr fyrir félagsmenn FSS, 22.000 kr. fyrir aðra. Sendur verður greiðsluseðill á kennitölu greiðanda.