Skráning á Hagnýt vinnustofa um ACT (Acceptance and Commitment Therapy)
14. nóvember 2024
Í þessari verkfærakistu verður stuttlega farið yfir út á hvað ACT nálgunin stendur fyrir en heilt yfir verður áhersla lögð á hagnýtar aðferðir ACT og þau verkfæri sem við getum notað í okkar vinnu. Þátttakendur munu prófa sumt á eigin skinni og vonast Rúnar eftir líflegum umræðum og almennri virkni á þessari verkfærakistu.
Um fyrirlesarann:
Rúnar Helgi er sérfræðingur í klínískri sálfræði og starfar á verkjasviði Reykjalundar þar sem hann hefur innleitt ACT í sína vinnu. Hann hefur kennt við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og hefur sérhæft sig í ACT síðan 2011. Í dag notar hann ACT bæði á Reykjalundi og í hópmeðferð fyrir skjólstæðinga VIRK.
Dagsetning: Fimmtudagur, 14. nóvember
Tími: 15:00-18:30
Staðsetning: Neskirkja, Reykjavík
Verð: 17.000kr fyrir félagsmenn FSS, 22.000 kr. fyrir aðra. Sendur verður greiðsluseðill á kennitölu greiðanda.