Skráning á Aðalfundur og árshátið FSS 28. september 2024
28. september 2024
Nú er að koma að aðalviðburði ársins. Aðalfundur og árshátíð félagsins verður haldin þann 28 september næstkomandi kl 19:00.
Árshátíðin er á Tölt hjá Edition Hotel. Þar er mjög notalegur salur þar sem allir ættu að geta látið fara vel um sig.
Viðburðurinn hefst með aðalfundi sem verður með óformlegum hætti á meðan þið gæðið ykkur á veigum í föstu og fljótandi formi. Svo heldur gleðin áfram fram eftir kvöldi. Opinn bar frá 19:30-21:30, og hægt að kaupa drykki á barnum eftir það.
Að sjálfsögðu viljum við sjá ykkur sem flest og hvetjum ykkur til að taka með ykkur einn félaga (þarf ekki að vera maki eða sálfræðingur). Við biðjum ykkur um skráningu svo að við getum áætlað magnið af drykkjum og mat.
Það verður hóflegt verð á þessu, einungis 2500 krónur á einstakling. Krafa verður send gegnum Payday.