Velkomin/n á heimasíðu

Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga

Skráning á Verkfærakista: Núvitund og samkennd

26. nóvember 2021

Verkfærakista um núvitund og samkennd.

 
Um vinnustofuna: Á vinnustofunni verður lögð áhersla á að kynna æfingar og aðferðir í núvitund og samkennd sem nýtast vel í einstaklingsviðtölum, æfingar til að vinna með erfiðar tilfinningar og hjálpa skjólstæðingum að fá dýpri skilning á sjálfum sér og sýna sér mildi og skilning.  Lögð verður rík áherlsa á að þátttakendur fari  sjálfir í gegnum æfingarnar á námskeiðinu og rætt verður um þær á eftir. Fræðsla og fyrirlestrar verða í lágmarki, engar glærur, bara upplifun. Hins vegar fá þátttakendur afrit af þeim æfingum sem farið verður í. 
 
Um Margréti: Margrét hefur lagt áherslu á núvitund og samkennd í sínu starfi í næstum tvo áratugi eftir að hún kynntist frumkvöðlum núvitundar í sálfræðilegri meðferð í Oxford þar sem hún fór upphaflega til að nema HAM. Margrét hefur m.a. verið í læri hjá Melanie Fennell, Mark Williams og Paul Gilbert. Einnig hefur hún sótt kennaranámskeið í „Mindful Self- Compassion”  hjá Chris Germer og Kristin Neff.
 
Hvar og hvenær: Í safnaðarheimili Neskirkju þann 26.nóvember kl.13-16.30. Kaffi og léttar veitingar í boði.
 

 
 

Greiðsla fyrir Verkfærakistu

17.000 kr. fyrir félagsmenn, 22.000 kr. fyrir aðra

Rkn. 1102-05-403035
Kt. 500611-1620