Velkomin/n á heimasíðu

Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga

Skráning á Streita og örmögnun í einkalífi og starfi

30. nóvember 2018

Á námskeiðinu verður farið í birtingarmynd streitu og örmögnunar. Rætt verður um undirliggjandi orsakir og hvað skiptir máli í meðferð. 

- Hvenær er streita sjúklegt ástand?

- Mat á alvarleika einkenna

- Hvað veldur?

- Samsláttur við aðrar geðraskanir

- Meðferð og hvar er best að byrja

Leiðbeinandi er Sigrún Ása Þórðardóttir, sálfræðingur og fagstjóri í Heilsuborg. Sigrún Ása hefur unnið með streitutengda vanheilsu um árabil. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um streitu auk þess að sinna streitumeðferð.

 

Námskeiðið fer fram föstudaginn 30.nóvember kl. 9.00 - 12.30 í safnaðarheimili Neskirkju. Léttar veitingar eru í boði.

Verð er 17.000 kr. fyrir meðlimi í Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga en 24.000 kr. fyrir aðra. Athugið að skráning er bindandi. 

 
 

Greiðsla fyrir Verkfærakistu

17.000 kr fyrir meðlimi FSS en 24.000 fyrir aðra

Rkn. 348-03-403035
Kt. 500611-1620