Fréttir og næstu viðburðir

Föstudaginn 3. mars 2017 verður fjórða þarfaþing vetrarins haldið í sal SEM samtakanna, Sléttuvegi 3, 103 RVK.

Að venju er dagskráin afar spennandi. Elín Jónsdóttir sálfræðingur mun flytja okkur örhugvekju og Haukur Sigurðsson mun flytja fréttir frá Stjórn FSS.  Þá verður fræðslan í formi pallboðsumræðna eins og hefur gefist svo vel, en umræðuefnið að þessu sinni er Siðferðisleg álitamál í starfi sálfræðinga. Pallborð: Ásdís Eyþórsdóttir form. siðanefndar SÍ, Haukur Sigurðsson form.  FSS, Hrund Þrándardóttir form. SÍ, Oddi Erlingsson sálfr.

Nánari dagskrá verður gefin út síðar en að henni lokinni mun félagið að venju bjóða félagsmönnum upp á léttan mat og drykk með og er því tilefnið tilvalið til samveru og gleði

Um okkur

Sálfræði er vísindafag sem fæst við rannsóknir á fólki, hugsun þess og atferli. Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga hefur það að markmiði að stuðla að þróun, kynningu og hagnýtingu sálfræðinnar almenningi til góðs.

Nánar...

FSS aðild

Allir þeir sem hafa starfsleyfi sem sálfræðingar á Íslandi og jafnframt starfa sjálfstætt á eigin stofum, í eigin rekstri eða á stofum sem reknar eru af öðrum sjálfstætt starfandi sálfræðingum, eiga rétt á að verða félagsmenn.

Að vera aðili að félaginu er mikilvægur þáttur í falegri starfsemi sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Aðild að félaginu endurspeglar sýn hvers félagsmanns á fagleg vinnubrögð og hugsjón um hágæða þjónustu almenningi til heilla.

 

Smelltu hér til að sækja um aðild

 

Fagmennska

Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga stuðlar að framförum, kynningu og hagnýtingu sálfræðinnar almenningi til góðs. Okkar markmið er að stuðla að auknum gæðum og fagmennsku í þjónustu sálfræðinga með því að setja okkur ströng viðmið um faglega endurmenntun, kunnáttu og þjálfun. Endurmenntunarnefnd FSS vinnur nú að þróun sértækrar endurmenntunarstefnu fyrir sjálfstætt starfandi sálfræðinga á Íslandi.