Velkomin/n á heimasíðu

Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga

Skráning á Sorg, frestað

22. apríl 2020

Bryndís Einarsdóttir, sálfræðingur mun fjalla um sorg.

Sorg í ástvinamissi, hinar fjölmörgu birtingamyndir og hugmyndir um sorgarferlið og sorgarvandann og hvernig hægt er að hjálpa syrgjendum. Dæmi um spurningar sem verður leitast við að svara:

-Er sorgarstiginn raunverulegur?

-Er til seinkuð sorg?

-Klárast sorgarferlið?

-Hvernig á ég að komast í gegnum sorgina?

Um Bryndísi: Bryndís lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 1999 og Cand.Psych. prófi frá Árósarháskóla 2006. Bryndís lauk sérhæfingu í hugrænni atferlismeðferð (HAM) haustið 2010 og hefur einnig sérhæft sig í samkenndarsálfræði (compassion focused therapy) og gjörhygli sem og sótt námskeið og ráðstefnur sem snerta hennar sérsvið. Bryndís er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga, Alúð, félagi um vakandi athygli og núvitund og Félagi fagfólks um offitu. Bryndís starfaði á göngudeild geðdeildar Viborg Sygehus í starfsnámi sínu. Hún var starfsmannastjóri hjá Íshestum frá 2005 – 2011, starfaði hjá Kvíðameðferðarstöðinni 2008-2010 og Heilsustöðinni frá 2010 – 2017. Bryndís hefur einnig starfað hjá Heilsustofnun NLFÍ í tímabundnum afleysingum og sérhæfðum verkefnum frá árinu 2011. Bryndís hóf störf hjá Heilsuborg í ágúst 2017. Bryndís hefur sérhæft sig í streitutengdum kvillum, svo sem kvíða, streitu, áfallastreitu og sorg. Hún vinnur líka með þunglyndi, lágt sjálfsmat, meðvirkni og heilsutengdar breytingar. Bryndís hefur einnig þekkingu og reynslu af vinnusálfræði, einna helst starfsánægju, kulnun starfsfólks og breytingaferlum í fyrirtækjum.

Staðsetning: Safnaðarheimili Neskirkju

Hvenær: 22. apríl kl.9-12.30.

Kostnaður: 17.000 kr. fyrir meðlimi í FSS, 24.000 kr. fyrir aðra.  

Nýtt: nú verður hægt að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað - kostnaður er þá 15.000 kr. fyrir meðlimi í FSS en 22.000 kr. fyrir aðra.

 
 

Greiðsla fyrir Verkfærakistu

17.000 kr fyrir félagsmenn og 24.000 kr fyrir aðra

Rkn. 348-03-403035
Kt. 500611-1620