Velkomin/n á heimasíðu

Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga

Skráning á Kvíðameðferð fyrir börn og unglinga: Lykilatriði í berskjöldun

08. febrúar 2019

Þann 8.febrúar kl.13-16.30 mun Steinunn Anna sálfræðingur leiða næstu verkfærakistu um lykilatriði í berskjöldun í kvíðameðferð fyrir börn og unglinga. Farið verður í hvernig eigi að búa til atferlistilraunir og berskjöldunaræfingar byggðar á kortlagningu.
 
Hver er munurinn á atferlistilraun og berskjöldun?
Hvað skiptir máli í framkvæmd berskjöldunar/atferlisrauna?
Hvenær gæti kvíðastigi gert ógagn?
Hvernig er hægt að átta sig á því hvort tiltekin hegðun sé gagnlegt bjargráð eða viðhaldandi þáttur í vanda (öryggisráðstöfun)
 
Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur er einn eigenda Litlu KMS. Steinunn hefur haldið fjölda fyrirlestra um kvíða hjá börnum og unglingum, auk vinnustofa fyrir kennara, námsráðgjafa og annað fagfólk sem starfar með börnum og unglingum. Hún hefur einnig tekið að sér kennslu í HÍ og HR í meðferð á sálrænum vanda barna og unglinga. 
 
Staðsetning: Félagsheimili Neskirkju
Tími: Föstudagur 8.febrúar kl.13-16.30.

 
 

Greiðsla fyrir Verkfærakistu

17.000 kr fyrir félagsmenn og 24.000 kr fyrir aðra

Rkn. 348-03-403035
Kt. 500611-1620