Velkomin/n á heimasíðu

Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga

Skráning á Siðblindir í samfélaginu og á sálfræðistofum! Hvað með það?

05. október 2018

Við hefjum vetrardagskrá Félags sjálfstætt starfandi sálfræðinga með þarfaþingi föstudaginn 5.október.

Viðfangsefnið þessu sinni verður siðblinda. Kristján Guðmundsson sálfræðingur sem hefur mikla þekkingu á efninu verður með klukkutíma fyrirlestur og umræður um siðblindu. Áhersla verður á að gefa félagsmönnum innsýn í siðblindu í tengslum við vinnu í klínisku starfi. 

Boðið verður upp á léttar og skemmtilegar veitingar eins og tíðkast hefur á þarfaþingum og hefst viðburðurinn kl 17.00 

Skráningin fer fram hér fyrir neðan.

Að venju verðum við í sal SEM félagsins, Sléttuvegi 3 (4.hæð), 103 Rvk.

Dagskrá:

16.30 - Húsið opnar

17.00 – Siðblindir í samfélaginu og á sálfræðistofum – hvað með það?

18:00 – Fréttir frá stjórn, dagskrár vetrar

18:30 – Matur og samvera

Við hlökkum til að sjá ykkur öll og til þess að hefja starfsárið með góðri og fræðandi samveru með ykkur.

Stjórnin



 
 

Skráning í viðburð

Sentu inn skráningu með því að smella á hnappinn fyrir neðan: