Velkomin/n á heimasíðu

Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga

Skráning á Verkfærakista: ACT við þrálátum verkjum

08. desember 2017

Verkfærakista desembermánaðar mun fara fram föstudaginn 8. desember en þá mun Rúnar Andri Helgason fjalla um ACT í verkjameðferð.

Námskeiðið byrjar kl. 13 og er búið kl. 16:30 og fer fram í Neskirkju.

Verð fyrir félagsmenn er 17 þúsund krónur og 24 þúsund fyrir fagfólk utan felagsins.

Einstaklingar með þráláta verki njóta minni lífsgæða en aðrir og er ljóst að þrálátir verkir eru alvarlegt heilsufarsvandamál sem veldur miklum sálrænum og líkamlegum þjáningum. Til að mynda er algengi þunglyndis meðal sjúklinga með þráláta verki frá 20% til 54% og svipað má segja um algengi kvíða. Hugræn atferlismeðferð (HAM) er algengasta sálfræðimeðferðin við þrálátum verkjum og hefur árangur þeirrar meðferðar verið vel staðfestur í rannsóknum.

Á síðasta áratug hefur nýtt meðferðarform komið fram sem hentar einnig vel til að draga úr andlegri vanlíðan samhliða þrálátum verkjum og bæta lífsgæði fólks. Þessi nálgun nefnist ACT sem stendur fyrir Acceptance and commitment therapy en hún byggir á hugmyndafræði hugrænnar atferlismeðferðar og atferlisgreiningar. Þetta er gagnreynt meðferðarfarform þar sem lögð er áhersla á að gangast við stöðu mála (acceptance) og tileinka sér núvitund í bland við breytingar á hegðun. Markmiðið er að auka sálrænan sveigjanleika fólks. Í ACT er ekki markmiðið að losna við óþægilegar tilfinningar eða upplifanir heldur frekar að gangast við þeim og gera ráð fyrir því að erfiðleikar séu hluti af lífinu. Þetta felur ekki í sér uppgjöf heldur að vinna út frá stöðunni eins og hún er og lifa lífinu í samræmi við það sem skiptir fólk máli (gildi þess). Áhersla er lögð á að kenna fólki að vera opið fyrir óþægilegum tilfinningum og hugsunum og falla ekki ofan í það að forðast alla upplifun hvort sem hún er óþægilegar tilfinningar, hugsanir eða skynupplifanir.

Á vinnustofunni verður farið yfir hvað felst í ACT og kenndar eða skoðaðar aðferðir sem hægt er að beita í meðferð.

 
 

Greiðsla fyrir Verkfærakistu

17000

Rkn. 348-03-403035
Kt. 500611-1620